This website does readability filtering of other pages. All styles, scripts, forms and ads are stripped. If you want your website excluded or have other feedback, use this form.

Wikimedia Foundation elections/Board elections/2011/is - Meta

Wikimedia Foundation elections/Board elections/2011/is

Úr Meta < Wikimedia Foundation elections‎ | Board elections‎ | 2011(Endurbeint frá Board elections/2011/is) Jump to navigation Jump to search The election ended 12 June 2011. No more votes will be accepted.
The results were announced on 17 June 2011. Á öðrum tungumálum: Afrikaans (af) aragonés (an) العربية (ar) مصرى (arz) asturianu (ast) azərbaycanca (az) Boarisch (bar) беларуская (тарашкевіца)‎ (be-tarask) български (bg) বাংলা (bn) bosanski (bs) català (ca) čeština (cs) Cymraeg (cy) dansk (da) Deutsch (de) Zazaki (diq) Ελληνικά (el) English (en) Esperanto (eo) español (es) euskara (eu) فارسی (fa) suomi (fi) français (fr) galego (gl) עברית (he) हिन्दी (hi) hrvatski (hr) magyar (hu) հայերեն (hy) Bahasa Indonesia (id) íslenska (is) italiano (it) 日本語 (ja) ភាសាខ្មែរ (km) ಕನ್ನಡ (kn) 한국어 (ko) Lëtzebuergesch (lb) lietuvių (lt) latviešu (lv) मराठी (mr) Bahasa Melayu (ms) norsk bokmål (nb) नेपाली (ne) Nederlands (nl) occitan (oc) ଓଡ଼ିଆ (or) polski (pl) português (pt) română (ro) русский (ru) संस्कृतम् (sa) srpskohrvatski / српскохрватски (sh) සිංහල (si) slovenčina (sk) slovenščina (sl) shqip (sq) српски / srpski (sr) svenska (sv) தமிழ் (ta) Tagalog (tl) Türkçe (tr) українська (uk) Tiếng Việt (vi) ייִדיש (yi) 粵語 (yue) 中文(简体)‎ (zh-hans) 中文(繁體)‎ (zh-hant) [breyta] 2011 Kosningar um yfirstjórn Framkvæmd kosninga

Kosningar til yfirstjórnar Wikipediu verða haldnar dagana 29. maí til 12. júní 2011. Allir meðlimir Wikimedia-samfélagsins hafa kosningarétt og verða þrír þeirra kosnir til tveggja ára kjörtímabils sem lýkur 2013. Yfirstjórn Wikipedia er yfirstjórnunaraðili allra Wikimedia-verkefna, sem eru öll rekin án hagnaðar í Bandaríkjunum. Wikimedia stýrir verkefnum á borð við Wikipedia og Commons.

Kjörið fer fram á öruggum vefþjónum í eigu stofnunarinnar Software in the Public Interest. Kosningin er leynileg og enginn sem tilheyrir stofnuninni hefur aðgang að þeim. Upplýsingar um kjósendur eru aðeins sýnilegar þeim sem sitja í kjörnefnd. Kosningin fer þannig fram að kjósendur raða frambjóðendum í númeraröð. Atkvæði verða talin með Schulze-aðferðinni til þess að raða frambjóðendum eftir atkvæðafjölda þeirra.

Kjörnefnd tilkynnir niðurstöður kosningarinnar eigi síðar en 15. júní. Birtar verða sundurliðaðar niðurstöður.

Efnisyfirlit

Upplýsingar fyrir kjósendur[breyta]

Kosningaréttur[breyta]

Notendur

Notendur mega kjósa frá einum aðgangi (þrátt fyrir að þú eigir jafnvel fleiri aðganga, þá mátt þú aðeins kjósa einu sinni). Til þess að njóta kosningaréttar þurfa notendur að:

 • vera án banns á einu eða engu verkefni Wikimedia
 • vera manneskjur en ekki vélmenni
 • hafa gert að minnsta kosti 300 breytingar fyrir 15. apríl 2011 (ef aðgangurinn er sameiginlegur á nokkrum verkefnum eru breytingar allra verkefnanna lagðar saman).
 • hafa gert að minnsta kosti 20 breytingar á tímabilinu 15. nóvember 2010 til 15. maí 2011.
Forritarar

Forritarar hafa kosningarétt ef þeir hafa:

 • kerfisaðgang að Wikimedia
 • forritunaraðgang og hafa gert að minnsta kosti eina kóðabreytingu á tímabilinu 15. maí 2010 til 15. maí 2011.
Starfsfólk og verktakar

Starfsfólk og verktakar Wikimedia hafa kosningarétt ef þeir hafa unnið fyrir samtökin á tímabilinu 15. febrúar 2011 til 15. maí 2011.

Yfirstjórn og ráðgjafar

Núverandi og fyrrverandi meðlimir yfirstjórnarinnar og ráðgjafar hafa kosningarétt.

Hvernig á að kjósa[breyta]

Ef þú hefur kosningarétt:

 1. Lestu kynningar frambjóðenda og ákveddu hverja þú vilt styðja.
 2. Kjóstu á wikisíðunni "Special:Securepoll" á því Wikipedia-verkefni þar sem þú hefur kosningarétt. Til dæmis ef þú ert mest virkur á meta.wikimedia.org, farðu á meta.wikimedia.org/wiki/Special:Securepoll.
 3. Fylgdu leiðbeiningum á síðunni.

Upplýsingar fyrir frambjóðendur[breyta]

Ábyrgð og hlutverk yfirstjórnar Wikimedia[breyta]

Frá handbók Wikimedia

Ábyrgð yfirstjórnar Wikimedia tekur til þess að:

 • taka ákvarðanir um markmið bæði til lengri og styttri tíma og um reglur WMF og verkefna þeirra,
 • velja forsvarsmann WMF, sem sér um dagleg störf, og meta störf hans,
 • sjá til þess að stofnunin sé sjálfbær fjárhagslega, með því að afla fjárframlaga frá sjálfstæðum aðilum,
 • hafa samskipti um markmið og aðgerðir WMF í þágu umhverfisins,
 • hafa umsjón með starfsmönnum vegna bókhalds, gerðar fjárhagsáætlana og verkefna,
 • viðhalda löglegu og siðferðislegu viðhorfi,
 • ráða nýja starfsmenn vegna gerðar fjárhagsáætlana,
 • kynna almenningi WMF og markmið stofnunarinnar.

Ábyrgðin felur ekki í sér að:

 • skipta sér af daglegum störfum, nema í neyðartilvikum,
 • búa til reglur fyrir Wikimedia-verkefnin,
 • leysa ágreining samfélagsins,
 • sinna sjálfboðavinnu innan hefðbundinna verkefna WMF.

Hæfniskröfur meðlima yfirstjórnar:

 • Herkænska - t.d. að mynda langtímastefnu
 • Hugulsemi - t.d. til að forðast árekstra við aðra í umdeildum málum
 • Heiðarleiki - t.d. til að setja hagsmuni stofnarinnar í heild sinni ofar persónulegum hagsmunum
 • Samskiptahæfni - t.d. til að svara tölvupóstum annara meðlima yfirstjórnarinnar
 • Eftirfylgni - t.d. að sjá til þess að verkefni stjórnarinnar séu fullunnin
 • Samvinnufús - t.d. til að vinna með öðrum meðlimum yfirstjórnarinnar og forsvarsmanni WMF

Kjörgengi[breyta]

Reglur um kjörgengi eru í grundvallaratriðum þær sömu og gilda um kosningarétt (sjá hér á undan), auk eftirfarandi skilmála:

 • að gefa upp þitt raunverulega nafn (af því að meðlimir yfirstjórnar eru opinberar persónur og ógerningur er að sitja í stjórninni undir fölsku nafni)
 • að vera að lágmarki 18 ára og lögráða í heimalandi þínu
 • að senda sönnun um hver þú sért til Wikimedia Foundation (sjá hér á eftir).

Hvernig á að bjóða sig fram[breyta]

Ef þú ert kjörgeng(ur) getur þú tilkynnt framboð þitt á eftirfarandi hátt:

 1. Skrifaðu stutt bréf, innan við 1.200 stafi að lengd, sem tilgreinir hvað þú myndir gera ef þú yrðir kosinn í yfirstjórnina og lýsir skoðunum þínum og reynslu og öðru sem þér þykir skipta máli. Þú mátt ekki nota bréfið til þess að birta stuðningsyfirlýsingar eða áróður um annan frambjóðanda.
 2. Sendu bréfið þitt á tímabilinu 2. maí, kl: 00:00 og 22. maí 2011, kl: 23:59. Eftir 22. maí má ekki breyta bréfinu nema í smávægilegum atriðum (t.d. til að leiðrétta stafsetningarvillur eða þýðingu). Allar breytingar á efni bréfsins eða viðbætur við það verða tímaskráðar og sýndar aðskildar frá upphaflega bréfinu og verður eingöngu sýnt kjósendum sem hafa sama tungumál og bréfið er á. Þú ættir að taka tillit til þess að senda bréfið tímanlega; það gefur meiri tíma til þýðinga á sem flest tungumál og bréf, sem eru send á lokadegi, eru ólíklegri til að verða þýdd á eins mörg tungumál.
 3. Sendu sönnun um hver þú sért til Wikimedia Foundation fyrir 22. maí. Haft verður samband við þig af meðlimi kosninganefndarinnar með nánari upplýsingar um hvernig þú átt að framfylgja þessu skilyrði þegar þú skráir þig sem frambjóðanda.

Frambjóðendur sem fylgja ekki framangreindum reglum og skilafrestum verða útilokaðir frá kjöri.

Stofnunin[breyta]

Tímalína[breyta]

 • 5. apríl - 2. maí 2011: Fyrstu þýðingar
 • 2. maí 2011: Opnað fyrir umsóknir frambjóðenda
 • 22. maí 2011: Lokað fyrir umsóknir frambjóðenda
 • 29 maí - 12. júní 2011: Kosningar
 • 13. - 15. júní 2011: Talning atkvæða
 • 15. júní 2011: Niðurstöður kosninganna birt

Þýðendur[breyta]

Til þess að tryggja að minnsta kosti einn fulltrúi allra verkefna Wikimedia-verkefnisins taki þátt í kosningunum, er mikilvægt að þýða tilkynningar og kynnisbréf frambjóðenda á eins mörg tungumál og mögulegt er. Skoðaðu þýðingasíðuna ef þú hefur hug á að hjálpa til við þýðingar.

Sótt frá „[meta.wikimedia.org]Flokkar:

Leiðsagnarval

Tenglar

Nafnrými

Útgáfur

  Sýn

  Meira

   Flakk

   samfélag

   fyrir utan vefinn

   Prenta/sækja

   Verkfæri

   Á öðrum tungumálum

    Bæta við tenglum